Síðastliðinn laugardag tók lið frá ML þátt í Boxinu, úrslitum framkvæmdakeppni framhaldsskólanna.
Boxið felst í því að leysa fjölbreyttar þrautir sem reyna á verklega og bóklega þekkingu, hugvit og verklag þátttakenda. Liðin fara í gegnum þrautabraut með átta þrautum sem eru sérhannaðar af sérfræðingum fyrirtækja úr ólíkum greinum innan Samtaka iðnaðarins með aðstoð fræðimanna Háskólans í Reykjavík.
Alls tóku 21 lið frá 13 skólum þátt í forkeppni í október og kemst aðeins eitt lið áfram frá hverjum skóla í úrslit, hvar aðeins keppa bestu liðin frá átta skólum.
Lið ML endaði í fjórða sæti er verður að teljast frábær árangur þar sem skólinn var nú í fyrsta sinn með lið í úrslitakeppninni.
Liðsmenn ML voru: Ívar Örn Sveinbjörnsson, Jón Oddur Ólafsson, Óttar Haraldsson, Ragnheiður Olga Jónsdóttir og Þorgerður Sól Ívarsdóttir, öll nemendur í 2. bekk.
Sjá einnig frétt á mbl.is
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/11/13/mh_ingar_sigrudu_i_boxinu/
JS/