S2015 ML útskriftarmyndkólanum var slitið og stúdentar brautskráðir, laugardaginn 30. maí.

Nýstúdentarnir þessu sinni voru 32, 16 af náttúrufræðabraut og 16 af félagsfræðabraut. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlutu þær Svanborg Signý Jóhannesdóttir frá Heiðarbæ 1 í Þingvallasveit / Bláskógabyggð, af náttúrufræðabraut og Andrea Lind Hannah úr Reykjanesbæ, af félagsfræðabraut, en þær hlutu báðar einkunnina 8,36.

Hæstu einkunn nemenda skólans  hlaut Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir frá Ljónsstöðum í Sandvíkurhreppi / Árborg, 9,8. Hún er því Dux Scholae þetta vorið.

Við athöfnina frumflutti kór skólans lag eftir einn kórfélagann, Bergstein Sigurðarson.

Sigurjón Mýrdal, sem hefur kennt stærðfræði og eðlisfræði við skólann síðan 1996, lætur af stöfum fyrir aldurs sakir og var hann kvaddur sérstaklega og þakkað öflugt starf.

Fjórir nýstúdentanna hlutu styrk út styrktarsjóði Kristins og Rannveigar, auk þeirra Svanborgar og Andreu, Hákon Gíslason frá Selfossi og Elva Rún Erlingsdóttir frá Hveragerði.

Júbílantar fjölmenntu að vanda og færðu skólanum rausnarlegar peningagjafir. Stór hluti þeirra rennur til tækjakaupa og vinnu við að skanna gamlar ljósmyndir úr skólalífinu og gera aðgengilegar á vefnum.

Þegar brautskráningunni var lokið var viðstöddum boðið til veislu að vanda. Þá dreif nýstúdentahópurinn sig út á flugvöll til að hefja útskriftarferð til Bali.

Afmælisstúdentarnir snæddu saman hátíðarkvöldverð og nutu endurfunda eins og ML-ingum er einum lagið. Þeir þáðu síðan morgunverð á heimili skólameistarahjónanna.

pms

MYNDIR