studhufaBrautskráning stúdenta og skólaslit vorið 2012, verða þann 26. maí n.k.  Hátíðardagskrá hefst í íþróttahúsinu kl. 14:00 og er áætlað að dagskráin standi til tæplega 16:00.  Þá tekur við myndataka stúdentahópsins og um leið hefst kaffisamsæti í matsal skólans, sem viðstöddum er boðið til.

Það er gert ráð fyrir að 14 nýstúdentar verði brautskráðir af félagsfræðabraut, 3 af málabraut og 15 af náttúrufræðabraut.  Eins og ávallt má búast við fjölmenni við brautskráninguna; aðstandendum nýstúdenta, júbilöntum og öðrum velunnurum skólans.

 Um 200 júbilantar halda um kvöldið sína hátíð í skólahúsnæðinu og munu flestir þeirra gista á heimavistum um nóttina.  Samkvæmt venju bjóða síðan skólameistarahjónin þeim öllum í morgunverð í Garði daginn eftir.

 hph/pms