laugarvatnlangtadÞá er sumarleyfum lokið og búið að opna skrifstofuna. Framundan er að ganga frá bréfum til nýnema og þau munu berast fljótlega í næstu viku.

Þarna verður bréf frá skólameistara vegna skólabyrjunar, bréf frá húsbónda á heimavist, þar sem verður meðal annar að finna þvottanúmer og bréf frá stallara (formanni nemendafélagsins Mímis), sem fjallar um félagslíf.

Það er rétt að taka það fram, að greiðsluseðlar vegna innritunargjalda voru einungis sendir til nýnema. Innritunargjöld eldri nemenda eru færð á mötuneytisreikning þeirra. 

Eldri nemendur koma á staðinn síðdegis þann 27. ágúst, en skólinn verður settur kl. 8:15 að morgni 28. ágúst og síðan verður kennsla samkvæmt stundaskrá.

– pms