burfellÁ fimmtudag fóru tveir bekkir úr ML að Búrfellsstöð til að skoða gagnvirka orkusýningu sem sett var þar upp í fyrra vor. Sýningin miðlar þekkingu um ólíka orkugjafa en líkan með vatnsmiðlun fyrir vatnsvirkjanir fangaði athygli flestra nemendanna strax í upphafi. Fróðleikur um aðra orkugjafa eins og vindmyllur, osmósuvirkjanir og sjávarfallavirkjanir féllu í skuggan fyrir vatnssullinu. Flestir könnuðu þó mismunandi rafmagnseyðslu ólíkra raftækja og fundu nemendur fljótlega út að þurrkarar, eldavélahellur og hárblásararar eyða gríðarlega mikilli orku, á meðan að sparperur, útvarpstæki og ískápar eru nokkuð sparneytin. Í lokin kíktum við í stöðvarhúsið og héldum svo heim talsvert fróðari.

jbj