Á föstudeginum var svo Dollinn, hin árlega þrautakeppni þar sem nemendur og starfsfólk í blönduðum liðum etja kappi í hinum ýmsu gerðum af þrautum innan skólans og í íþróttahúsinu. Þema þessa árs voru hljómsveitir og tóku níu hljómsveitarnöfn þátt í keppninni.

Leikar fóru þannig að hljómsveitarmeðlimir í Kiss sigruðu og fengu til varðveislu farandbikar, sem nafn liðsins verður letrað á. Gleði og hamingja var  við völd, eins og reyndar alltaf  hjá okkur hérna  í ML – myndirnar sem eru hér og Ívar Sæland ljósmyndari tók segja meira en mörg orð.

VS