dagamunur d1Dagamunur er sá tími skólaársins þegar ML-ingar gera sér dagamun; víkja frá hinum hversdagslegu verkefnum og snúa sér að öðru, ekki síður skemmtilegu.

Dagamunur hófst eftir hádegið í dag og stendur til kvölds, annað kvöld. Það eigum við að vita Íslendingar, að ekki er á vísan að róa þegar veðrið er annarsvegar.

Í dag eru veður nokkuð válynd hér suð-vestanlands og ófært á Laugarvatn úr höfuðborginni, en þaðan áttu að koma leiðbeinendur og uppistandarar sem treystu sér ekki til að brjótast á staðinn. Ýmislegt er samt í gangi, þar sem heimamenn leiðbeina og dagamunarnefndin hyggst fylla í eyður sem veðurteppt aðkomufólkið skilur eftir í dagskránni.

 

Föstudagurinn hefst síðan á Dollanum, þar sem lið spekinga, listamanna og íþróttamanna takast á fram eftir morgni. Um kvöldið verður árshátíðin síðan haldin með glæsiveislu í Félagsheimilinu á Flúðum.  

pms