LaufblaiNemendur í fjölmiðlafræðiáfanga unnu nýlega að verkefni þar sem framleidd voru frá grunni dagblöð er snertu á málefnum Laugarvatns. Stofnaðar voru þrjár ritstjórnir þar sem nemendur skiptu með sér verkum eftir áhuga og hæfileikum hvers og eins. Afraksturinn eru þrjú dagblöð sem bera nöfnin Augað, Laufblaðið og Véfréttir. Efnistök voru fjölbreytt. Til dæmis var fjallað um nýja gufubaðið, skólalífið fyrr og nú, veitingakosti bæjarins og ítarlegt viðtal við lífskúnstnerinn Haffa Haff – en hann hélt gríðarvinsælt förðunarnámskeið á Dagamun ML. Mikil áhersla var lögð á að ljósmyndir og útlitshönnun væri vönduð. Útkoman eru lífleg og spennandi blöð sem hafa vakið talsverða athygli.

Örlygur Axelsson