Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í ML eins og annars staðar. Nemendur í 3F settu upp ljóða- og upplifunarsýningu í Stofu íslenskra fræða. Sýningin verður opin fram eftir mánuðinum. Þar má m.a. líta frumsamin ljóð nemenda og spreyta sig á íslenskri tungu með ýmsum æfingum.  Til viðbótar við sýninguna var tekið upp myndbandi í tilefni dagsins sem allir nemendur skólans horfðu á. Á myndbandinu er erindi um íslenska tungu sem  Guðný Salvör Hannesdóttir setti saman og  einnig flutningur á kvæðinu Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson.  Leifur Darri Hannesson  og Jóhanna Traustadóttir  flytja kvæðið við frumsamið undirspil skólahljómsveitarinnar (sem enn hefur ekki fengið formlegt nafn).

Elín Una Jónsdóttir íslenskukennari hafði umsjón með þessum gjörningum ásamt nemendum sínum.

Hér  má horfa á myndbandið: https://youtu.be/JI2IeUV3Bbo