Delta Kappa Gamma konur með skólameistaraFrétt frá formanni deildarinnar, Rósu Mörtu Guðnadóttur:

„Laugardaginn 1. mars heimsóttu Delta Kappa Gamma konur á Suðurlandi Menntaskólann að Laugarvatni. Delta Kappa Gamma eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum og nefnist deildin okkar á Suðurlandi Epsilon. Halldór Páll skólameistari tók á móti okkur, sýndi okkur skólann og fræddi okkur um skólastarfið. Upphaflega var áætlað að kynningin tæki um klukkustund en þar sem það var svo margt áhugavert að skoða og fræðast um teygðist dvöl okkar í skólanum í tæpa tvo tíma. Ekki dró úr áhrifunum að veðrið lék við okkur þannig að við gátum einnig notið hins stórkostlega útsýnis sem blasir við út um gluggana. Við vorum yfir okkur hrifnar og þökkum kærlega fyrir höfðinglegar móttökur.Við  óskum nemendum og starfsfólki  Menntaskólans að Laugarvatni alls hins besta“.