Dimittendur gerðu sér glaðan dag síðasta kennsludag annarinnar og samkvæmt ríkri hefð sóttu þeir starfsmenn skólans heim, nú íklæddir sem bleikir pardusar.  Gleði, prúðmennska og jákvæðni einkenndi hópinn en 51 dimittandi stefnir á brautskráningu 25. maí komandi. Er það fjölmennasti staki útskriftarárgangur í sögu skólans.

Brautskráning og skólaslit ML verða sem fyrr segir 25. maí n.k. og hefst athöfnin kl. 12:00 í íþróttahúsinu.

Hph