Dimittendur kvöddu skólann sinn og starfsmenn á miðvikudaginn í síðustu viku. Það var mikið fagnaðarefni að hægt var að halda daginn hátíðlegan þessu sinni innan allra sóttvarnareglna og fjarlægðartakmarkana en í fyrra féll dimissio niður vegna kófsins. Dimittendur sýndu nemendum skólans dimissiobúninga sína í íþróttahúsinu þar sem nemendum var skipt í sóttvarnarhólf. Að því loknu fór fram myndataka við skólann á nýjum stað miðað við áður þar sem framkvæmdir eru í gangi við að skipta út klæðningu á elsta hluta skólahússin. Eftir hádegið var svonefnd „skræða“ flutt á Teams af nemendum annars bekkjar hvar þau rifja upp líf og störf dimittenda liðin skólaár þeirra í ML með skemmtilegum hætti. Svo héldu dimittendur samkvæmt hefð í sund í litlu laugina á Stöng. Það er þakkarvert hvað húsráðendur þar taka ætíð vel á móti dimittendum ár hvert. „Vísitasía“ heim til starfsmanna var næst á dagskrá, þeir kvaddir og þökkuð samveran. Hátíðarkvöldverður var að lokum um kvöldið í Efstadal með starfsfólki og að sjálfsögðu voru allar sóttvarnareglur viðhafðar, hólfaskiptingar og fjöldatakmarkanir.
Halldór Páll