dimissio1Í dag lauk kennslu og vorannarpróf hefjast á mánudag. Verðandi stúdentar fagna  þessum tímamótum umfram aðra nemendur með hefðbundnum hætti, í óvenjulega fallegu vorveðri. Það hefur verið líf og fjör í skólahúsinu í allan morgun. Nú eru dimittendi í hefðbundinni gönguferð um staðinn og kveðja þannig starfsfólk skólans með táknrænum hætti. Þá liggur leið þeirra í sundlaugina á Stöng, svo sem hefðin mælir fyrir um, en afkomendur Haraldar Matthíassonar og Kristínar S Ólafsdóttur hafa af rausnarskap sínum stuðlað að því að viðhalda þessari hefð. Deginum lýkur síðan með hátíðarkvöldverði dimittenda og starfsmanna í Lindinni.

-pms