Dimittendur 2016 við merki skólansDimissio

Stærsti hópur verðandi nýstúdenta síðan fyrir aldamót kvaddi starfsfólk skólans og samnemendur föstudaginn 13. maí, á dimissio.  Dagurinn hófst snemma hjá hópnum og eins og við var að búast var hefðum þessa dags fylgt út í ystu æsar, eftir því sem mögulegt var.  Það var formlega skipt um stallara með því lukkudýrið sem embættinu fylgir, skipi um hendur. Þá var komið að því að dimittendur dönsuðu við verðandi, fyrrverandi samnemendur sína í einar frímínútur. Skræðan var lesin í næstu fímínútum þar á eftir, en þar er um að ræða, að skræðarar úr 3. bekk flytja einhverskonar úttekt á öllum dimittendum.  Í hádeginu fengu dimittendur flatböku meðan aðrir gæddu sér á hefðbundum rétti föstudags. Eftir matinn safnaðist hópurinn saman fyrir framan merki skólans þar sem hefðbundin hópmyndataka fór fram. Þar með voru þau komin úr húsi og við tók síðdegi sem fól í sér að skella sér í sund á Stöng, kveðja starfsfólk á heimilum þess og njóta veitinga hér og þar.  Þá var orðið tímabært að klæða sig upp kvöldið, en hátíðarkvöldverð snæddi hópurinn í Lindinni ásamt starfsfólki skólans.

Dagurinn var annasamur og tók á að mörgu leyti, en vel heppnaður.

Í fyrsta sinn í sögu skólans gengust verðandi nýstúdentar ekki undir nein formleg lokapróf, enda nám þeirra að mestu verkefnabundið, með viðeigandi símati.  

O tempora, o mores.

Brautskráning og skólaslit

Laugardaginn 28. maí, kl. 12 á hádegi verður skólanum slitið og stúdentar brautskráðir. Sérstaklega er vakin athygli á nýrri tímasetningu athafnarinnar.

FLEIRI MYNDIR

-pms