Hin árlega þrautakeppni Dollinn var haldin á föstudaginn var. Í þeirri keppni etja nemendur og starfsfólk í blönduðum liðum, kappi í hinum ýmsu gerðum af þrautum innan skólans og í íþróttahúsinu.  Þemað í ár var Disney. Hverju liði var úthlutað Disney teiknimynd sem átti að túlka í herópi og með leikrænum tilþrifum í einni þrautinni.

Toy Story liðið sigraði með yfirburðum og einn liðsmaðurinn smellti sér í gervi Vidda. Liðið fær nafn sitt letrað á farandbikar sem varðveittur er í skólahúsinu.

Keppninni lauk venju samkvæmt úti í íþróttahúsi og svo var deginum lokað með pylsuveislu í mötuneytinu.

Frábær og ánægjulegur dagur í alla staði – og hér eru myndir.