Í uppeldisfræði sem Helgi Helgason og Valgarður Reynisson kenna þessa önnina var efnt til draugasögusamkeppni. Tilefnið var umfjöllun í uppeldisfræðinni um listir í lífi barna og barnamenning. Í þessari umfjöllun kom fram að fræðimenn telja að listsköpun s.s. að teikna, semja ljóð, lag eða sögu er mjög mikilvægt í þroskaferli barna. Á ákveðnu þroskaskeiði barna segja þau hvort öðru draugasögur. Ákveðið var til gamans að efna til samkeppni í 1.F um bestu draugasöguna. Voru þær lesnar upp og gáfu nemendur stig fyrir hverja sögu. Flest stig fékk Kári Benónýsson fyrir söguna „Kofinn“ sem fylgir hér með:
Kofinn
Alveg lengst inni í myrkum skógi var kofi, burt frá allri tækni þar bjó maður sem hét Jóhannes. Jóhannes var einfaldur maður sem lifði bara á því sem skógurinn og dýrin hans gáfu honum. Hann átti tvær beljur, þrjár kindur og einn hest. Eitt kvöldið þegar Jóhannes var að fara að sofa heyrði hann gríðaleg læti inni í fjárhúsinu þar sem öll dýrin voru. Hann spratt á fætur og hljóp út, aðeins til að komast að því að báðar beljurnar hans voru dauðar og það lak blóð og mjólk útum allt! Hann vissi ekki hvað hann átti að gera í þessu, en í raun var bara eitt sem hann gat gert. Það var að breiða yfir þær og fara aftur að sofa. Hann vaknaði aftur en nú voru lætin ennþá meiri hann hljóp aftur út í fjárhús og nú voru kindurnar dauðar. Hann sá ekki hestinn, hann var ekki í stíunni. Svo sá maðurinn bara hvítt. En Gráni býr þar enn.
-hh