DagamunurVikan um miðjan mars einkenndist af eintómri gleði. Dagana 14.-15. mars var dagamunur. Fjölbreytt námskeið og uppákomur komu í stað kennslu. Kanínur úr Slakka voru tímabundið í einni skólastofunni og margir skelltu sér í kanínukúr. Einnig var vöffluvagninn fyrir utan skólann og hægt að gæða sér á gómsætum vöfflum.

Síðasta dag vikunnar var Dollinn haldinn. Dollinn er æsispennandi keppni þar sem blönduð lið nemenda og kennara keppa í ýmsum þrautum. Þema Dollans þetta árið var Shrek. Liðin hétu eftir persónum úr myndinni. Ljóta stjúpsystirin bar sigur úr býtum og fékk til varðveislu  glæsilegan farandbikar.

Ólafía Sigurðardóttir, ritnefndarformaður Mímis

Myndir sem Álfheiður Björk Bridde, vef- og markaðsfulltrúi tók, eru hér.