Það er afskaplega sjaldgæft að starfsemi skólans falli niður, enda nánast allir nemendur á heimavistum, þar sem annaðhvort er innangengt í skólahúsið eða um er að ræða um 50 metra göngu til að komast í skólann. Þá búa flestir starfsmenn í vel viðunandi fjarlægð frá skólahúsinu. Nokkrir starfsmenn, sem skipta vissulega talsverðu máli í þessu öllu saman, eiga um lengri leið að fara.
Í morgun reyndist ekki um annað að ræða en fresta skólahaldi þar til veðri slotaði, sem nú hefur gerst og skólahald hefst kl. 13:00, samkvæmt stundaskrá.
Þeir Hannes Þ Öfjörð (tók myndina) og Ægir Freyr Hallgrímsson (sést á myndinni), búa í Tröð. Þegar þeir hugðust bregða sér í skólann í morgun var staðan, þegar útidyrnar voru opnaðar, eins og sjá má á myndinni.
pms