Þriggja tíma námskeið var haldið fyrir allt starfsfólk Menntaskólans að Laugarvatni fimmtudaginn 11. nóvember um EKKO mál – einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi. Hrefna Hugosdóttir sá um fræðsluna en hún er ráðgjafi hjá Auðnast og vinnur með í ýmsum stofnunum og íþróttafélögum að fræðslu og viðbragðsáætlunum. 

Það ætti öllum að vera ljóst hversu mikilvægur þessi málaflokkur er. Þekking og samtal eru forsenda fyrir því að samfélagið allt og stofnanir eins og ML geti tekist sem best á við málin sem koma upp og verið með virkar forvarnir.  

Hrefna fjallaði um orsakir, einkenni, afleiðingar og viðbrögð – bæði varðandi starfsmannahópinn og nemendur. Góðar umræður sköpuðust meðal starfsfólks. Það er sannarlega metnaður til að tryggja traust samskipti og skapa uppbyggilegan farveg þegar út af bregður. Viðbragðsáætlanir og verkferlar verða áfram í þróun í ML. 

Freyja Rós gæðastjóri