ableism07Embla Guðrúnar Ágústsdóttir hafði athygli áhorfenda óskipta á fyrirlestri sínum umfötlunarformdóma. Embla segir frá á persónulegan og gamansaman hátt, þó alvarleiki málsins fari ekki á milli mála. Ófáir höfðu orð á því að fyrirlesturinn hefði opnað augu þeirra og vakið til umhugsunar.

Nemendur tóku vel á móti gestinum og beindu góðum spurningum til hennar eftir fyrirlesturinn. Hér eru dæmi um það sem nemendum fannst: 
“Ég verð að segja að þetta er einn besti fyrirlestur sem ég hef hlustað á í þessum skóla. Mér fannst þetta mjög mikilvægt málefni sem maður hefur ekki endilega heyrt mjög mikið um og fólki hefur kannski ekki fundist þetta vera vandamál af því að fólk sér ekki hlutina út frá hennar sjónarhóli.”
“Er þetta ekki bara svona fyrsta skipti sem einhver talar um svona?”
“Mér fannst þetta ógeðslega gaman. Hún var svo fyndin!”.

Við þökkum Emblu kærlega fyrir komuna!

FRH

Embla flytur erindi sitt í ML