Rottan krufinFebrúar er nú yfirleitt ekki stærsti mánuður á sviði stórviðburða skólaársins. Það þýðir samt ekki það sé einhver ládeyða innan veggja skólans eða utan.  Hér heldur gróandinn áfram hiklaust og ákveðið. 

Talsvert er um að hópar nemenda leggja land undir fót með kennurum sínum, t.d. kynna 4. bekkingar sér háskóla á höfuðborgarsvæðinu, enskunemar fara í leikhús, félagsfræðinemar kíkja á starfsemi Alþingis og svo má lengi telja. 

Ýmislegt gerist einnig innan dyra: það koma hingað gestafyrirlesarar, ekki síst í tengslum við lífsleikni. Fyrir skömmu eyddi Bjarni Þorkelsson á Þóroddsstöðum einum morgni í að fara með vísur í einum íslenskuáfanganum, auk þess sem hann sagði sögur frá Laugarvatni.

Það er nokkuð árvisst að nemendur í LOL-áfanga kryfja smádýr til að kynna sér uppbyggingu spendýra, líkamshluta, vöðva og líffæri.  Krufningin gekk vel, að sögn kennarans; unga fólkinu þótti þetta bæði fróðlegt og skemmtilegt, en lyktin var frekar sterk“. 

 

 pms

nokkrar myndir af rottukrufningu