heimavreglSkólaráð hefur frá hausti unnið að endurskoðun á heimavistarreglum. Tilgangurinn var annarsvegar aðlögun reglnanna að breytingum sem hafa átt sér stað í umhverfinu á undaförnum árum, og hinsvegar að skerpa á tilteknum þáttum. Tækifærið var einnig notað til að fríska málfarið lítillega.
Greinarnar sem helst tóku breytingum voru:
2. grein (um val á heimavistarstjóra, heimavistarfundi og fleira. Þar er embætti ármanns lagt niður).
5. grein (um bann við reykingum og annarri tóbaksnotkun. Þar er sérstaklega tiltekið að auk reykinga, sé notkun munn- eða neftóbaks bönnuð í skólanum)
6. grein (Um ölvun, meðferð, dreifingu og neyslu áfengis og annarra vímuefna).
Talsverðar orðalagsbreytingar voru gerðar á nokkrum greinum.
pms