eicc  edinborg 2Annað hvert á halda Samtök evrópskra skólastjórnenda, ESHA, ráðstefnur um skólamál einhversstaðar í Evrópu. Fyrir tveim árum sóttu stjórnendur skólans slíka ráðstefnu til Kýpur. Ráðstefnan þessu sinni var haldin í Edinborg og eru skólameistari og aðstoðarskólameistari nýkomnir heim frá henni. Ráðstefnan stóð dagana 29. – 31. október.

Fyrsta daginn var aðallega fjallað um hlutverk leiðtogans í skólastarfi, annan daginn um hvata/hvatningu (motivation) og síðasta daginn var rauði þráðurinn samvinna í námi og starfi. Hver dagur hófst á stórum fyrirlestrum sem allir þátttakendur sátu, en síðna skipti fólk sér í mynni hópa til að fjalla um málefni sem höfðuðu til hvers og eins.  Skólar í borginni voru heimsóttir, og þátttakendur af ýmsu þjóðerni voru sendir í ratleik um Edinborg, margir regnhlífarlausir í umtalsverðri rigningu. Ratleikurinn reyndi á, á meðan á honum stóð, en er skemmtilegur eftir á.

 

Næsta ráðstefna ESHA verður haldin í Dubrovnik í Króatíu í október 2014.

-pms