esha2014Dagana 27.-29. október var haldin ráðstefna Evrópusamtaka skólastjórnenda (ESHA) í Dubrovnik í Króatíu og skólameistari og aðstoðarskólameistari lögðu þangað leið sína.

Þessi ráðstefna er haldin á tveggja ára fresti í einhverju Evrópulandanna. Yfirskrift ráðstefnunnar þessu sinni var „Bringing Leadership Together“ og fjölluðu fyrirlestrar og vinnustofur um mikilvægi stjórnunar menntastofnana á miklum breytingatímum. Þá var rætt um þörfina á samvinnu skólastjórnenda, ekki bara í Evrópu, heldur á heimsvísu.

Ýmsir góðir fyrirlestrar voru fluttir á ráðstefnunni og það var ánægjulegt að fá að skoða skólastofnanir í Dubrovnik, en slíkar heimsóknir voru hluti af dagskránni.

 

 

 

dubrovnik72

Næsta ESHA ráðstefna verður haldin í Maastricht í Hollandi í október 2016.

pms 

nokkrar myndir