tungumaladagur26. september ár hvert eru kennarar evrópskra tungumála hvattir til að breyta út af hefðbundinni dagskrá og nýta daginn til að minna á mikilvægi tungumálanáms.
Þetta árið fórum við í ML þá leið að taka fyrir málshætti og orðatiltæki á þeim evrópsku tungumálum sem kennd eru við skólann.
Veggir skólans eru nú fagurlega skreyttir litríkum spjöldum sem lýsa og útskýra málshætti á íslensku, ensku, frönsku og þýsku.
Nemendur lifnuðu við og tók verkefninu fagnandi og af miklum eldmóði eins og meðfylgjandi myndir gefa til kynna.  Það er því von okkar tungumálakennara að veggspjöldin gleðji jafnt sem uppfræði viðstadda og að öll munum við eiga gleðilegan evrópskan tungumáladag 🙂

JKH/GG/ÁH/pms  

myndir