Tonl Skalholt 23Tónleikum Kórs ML og Vörðukórsins sem áttu að vera í Skálholtskirkju þann 1. desember, var frestað vegna veðurútlits til 2. desember. Það gekk allt eftir og kórarnir, undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur og við undirleik Jóns Bjarnasonar í sumum verkanna, reiddu fram tónlist af ýmsu tagi, beint frá hjartanu til fullrar kirkju áheyrenda.  
Meðal verkanna sem flutt voru var lag Bergsteins Sigurðarsonar við texta Sigurðar Hansen: Kakali í konugsgarði. Þetta lag frumflutti kór ML við útskrift Bergsteins s.l. vor, en þarna fluttu báðir kórarnir það saman, á áhrifamikinn hátt.   

Það var engin fýluferð í Skálholt í gærkvöld. Ekki fleiri orð, en myndir má sjá hér.

pms