felagsvistNemendur í 3. bekk, sem eru í frönskunámi, hafa haldið tvö spilakvöld á síðustu tveim vikum. Ágóðinn rennur í ferðasjóð þeirra, en þau eru á leið í menningarferð til Parísar í apríl.  Það er mikil spenna fyrir þriðja og síðasta spilakvöldinu sem verður á þriðjudagskvöld, 19 apríl, kl. 20:00 í Héraðsskólahúsinu. Þar verður spiluð félagsvist eins og hin tvö kvöldin. Gómsætar vöfflur og heitt kakó er innifalið í aðgangseyri, sem er aðeins litlar 1000 kr.

Sigurvegararnir á spilakvöldunum hafa fengið frábæra vinninga og þeir sem verða á síðasta kvöldinu eru enn glæsilegri, en aðalvinningar kvöldsins verða hótelgistingar, kvöldmáltíðir, o.fl.

 

Frönskuhópurinn fer til Parísar 3. apríl og munu dvelja þar í fjórar nætur. Þau ætla sér að kynnast franskri menningu og skoða merkustu staði borgarinnar eins og Louvre, Versali og Eiffel turnin. Þau hlakka mikið til ferðarinnar og eru búin að vinna hörðum höndum við að safna fyrir henni.

Vigdís Eva

Myndir frá fyrstu tveim kvöldunum.