Vaskir nemendur úr 4MF fóru í vettvangsferð á Alþingi miðvikudaginn 17. nóvember. Heimsóknin er hluti af áfanganum Fél 303 og er tilgangur hennar að kynna sér störf þingsins. Nemendur fengu ríkulega kynningu frá starfsmanni þingsins um skipulag og verkefni Alþingis.
Þingmaður suðurkjördæmis, Sigurður Ingi Jóhannnsson sagði frá degi í lífi þingmanns auk þess að svara spurningum um ýmsa þætti starfsins. Að lokum var fylgst með líflegum umræðum ofan af þingpöllum. Áður en heim var haldið fengu sumir nemendur sér gott í gogginn og fóru í bíó, á meðan aðrir fóru beint á heim á Laugarvatn þar sem beið þeirra hnefaleikaæfing. Fyrir alla var ferðin fróðleg og skemmtileg.
Örlygur Axelsson