gljufrasteinnMiðvikudaginn síðasta, 2. nóvember, fóru tveir bekkir, 3F og 4N, í heimsókn á Gljúfrastein, safn Halldórs Laxness. Heimsóknin er hluti af áfanganum Ísl 503, þar sem nemendur fræðast um íslenska bókmenntasögu 20. aldarinnar og lesa eitt helsta stórvirki Laxness, Sjálfstætt fólk. 

Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness frá 1945 og skrifaði hann þar margar af sínum vinsælustu bókum og höfðu jafnt nemendurnir sem kennarinn gaman af sýningunni.

 

Eftir heimsóknina var gert stutt stopp við grafreit skáldsins, en Halldór var jarðsettur á Mosfelli í Mosfellsdal. Þá var haldið á Pizzabræður í Mosfellsbæ þar sem hópurinn saddi sárasta hungrið. Ferðin heppnaðist afar vel og komu ML-ingar fullir af andagift heim í skólann. Myndir úr ferðinni má finna í myndasafninu, einnig er gaman að skoða heimasíðu Gljúfrasteins.

Aðalbjörg Bragadóttir íslenskukennari.