Miðvikudaginn síðasta, þann 27. október, fóru tveir bekkir, 3MF og 4N, í heimsókn á Gljúfrastein safn Halldórs Laxness. Heimsóknin er hluti af áfanganum Ísl 503 þar sem nemendur fræðast um íslenska bókmenntasögu 20. aldarinnar. Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness frá 1944 og skrifaði hann þar margar af sínum vinsælustu bókum og höfðu jafnt nemendur og kennarinn gaman af sýningunni.
Eftir sýninguna var gert stutt stopp við grafreit skáldsins, en Halldór var jarðsettur á Mosfelli í Mosfellsdal. Myndir úr ferðinni má finna í myndasafninu hérna. Þar sem ekki er leyfilegt að taka myndir inni í húsinu er áhugasömum bent á heimasíðu Gljúfrasteins hér.
Aðalbjörg Bragadóttir íslenskukennari.