akureyri  skidiSkíða og skautaferð útivistar 17. – 20. janúar 2013.

Á slaginu kl. 13.05 fimmtudaginn 13. janúar lagði hópur, sem taldi 55 nemendur ásamt útivistarkennurunum Óla og Emilíu og Pálma sem keyrði rútuna,af stað til Akureyrar. Ferðin norður gekk vel, stoppað á nokkrum stöðum til að taka búnað sem komið var með í veg fyrir rútuna. Áningarstaðir voru Olísskálinn í Borgarnesi, Staðarskáli og N1 á Blönduósi. Til Akureyrar komum við kl. 20:00 og fórum beina leið í hamborgarahlaðborð sem búið var að panta á Greifanum.

Síðan var farið í KA heimilið þar sem hópurinn gisti alla ferðina. Þegar allir voru búnir að finna sér pláss var slakað á eða farið í fótbolta, en opið var í salinn og vakti það stormandi lukku. Um miðnættið var þó farið að koma ró á hópinn svo hægt væri að fara á fætur á skikkanlegum tíma.Til gamans má geta þess að þetta er fjölmennasti útivistarhópurinn sem hefur farið ím svona ferð til Akureyrar, en þetta er fimmta árið í röð sem skíðin og skautarnir eru tekin til kostanna í höfuðstað Norðurlands.

 

Kl. 7:30 voru nenemdur vaktir í morgunmat. Reyndar seinkaði morgunmatnum vegna þess að enginn starfmaður mætti fyrr en seint og um síðir . Hópurinn var svo mættur í Skautahöllina kl. 09.00 í Krullu (curling) kynningu fyrsta klukkutímann. Að því loknu var farið í  nokkrar léttar grunn- og undirbúningsæfingar á skautum og síðan keppt í íshokkí. Mikill hamagangur, fjör og læti og allir ánægðir með þetta. Virkilega góð aðstaða í Skautahöll Akureyrar  og vel tekið á móti okkur. Þaðan fórum við rakleiðis í mat í Menntaskólann á Akureyri. Í boði var þessa fíni kjúklingaréttur og kaka á eftir. Þessi heimsókn í Menntaskólan á Akureyri tók fljótt af og allir sáttir.

Eftir smástopp í KA heimilinu fórum við áfram í Hlíðarfjall, þar sem byrjað var á að finna búnað á þá sem þurftu að leigja sér bretti, skíði eða annað sem þurfti með. Góður undirbúningur skilar sér venjulega en lögð hafði verið töluverða vinnu í að útbúa lista með óskum allra og senda norður nokkrum dögum fyrir skíðaferðina. Eitthvert samskiptaleysi var þó milli yfirmanna Hlíðarfjalls og skíðaleigunnar  þannig að ekki var nema hluti búnaðar klár þegar við komum í fjallið en allt reddaðist nú fyrir rest.

Veður var frábært en færi svolítið hart. Logn, léttskýjað og nokkurra stiga frost. Fyrst fóru flestir nemendur, sérstaklega þeir sem voru byrjendur, í skíðakennslu hjá farastjórum og skíðaleiðbeinendum ML-hópsins.Gekk það mjög vel og voru allir nemendur mjög duglegir og áhugasamir. Þegar leið á fóru nemendur meira að skíða frjálst.

Útbúin var nestisaðstaða í skálanum sem krakkarnir gátu gengið í eftir hentugleikum. Um kvöldmatarleytið sigum við heim á leið og þá beina leið í sund eftir að hafa skíðað mikið og m.a. horft á Ísland valta yfir Katara á HM í handbolta. Í kvöldmat hituðum við pylsur með öllu. Slökun var svo það sem eftir lifði kvölds..  

Laugardagur rann upp. Frábært skíðaveður, nokkurra stiga frost, nánast logn og bjart. Gat ekki verið betra. Eftir ágætan morgunverð lá leiðin beint á skíði en nú voru komnir mun fleiri í brekkurnar en í gær. Allir gátu gengið beint að sínum búnaði sem hafði verið settur í rútuna okkar kvöldið áður þannig að lítil sem engin töf varð við það. Síðan fór dagurinn einfaldlega í brun, svig, brettastökk ofl. skemmtilegt sem hæfði hverjum og einum. Við fengum úthlutað rými á efri hæð skálans þar sem við vorum sér og gátum haft nestið standandi þar allan tímann svo hægt var að fá sér snarl þegar hver og einn vildi. Kl. 16.00 var svo lokað í lyfturnar og við héldum heim á leið. Flestir fóru í sund og heita pottinn en nokkrir kusu að hvíla lúin bein í KA heimilinu. Eftir sundið voru sóttar pizzur í Dominos og þeim gerð góð skil á gististaðnum og eftir það var brunað í bíó. Meðal annars var farið á Janko og Hobbitann. Þó aðeins hafi dregist að koma ró á hópinn þetta síðasta kvöld, þá var það nú allt í lagi – þar sem hægt var að sofa í rútunni á leiðinni heim.

 Við fórum á fætur á sunnudag upp úr kl. 08.30 í morgunmat og tiltekt í framhaldi af því. Lögðum af stað heim á leið kl. 10.15 og um kl. 12:10 komum við á Blönduós. Þar var hádegismatur í Pottinum og pönnunni sem er virkilega fínn matsölustaður við hlið N1. Óhætt að mæla með honum enda voru krakkarnir ánægð með fisk og saladbar og súpu  í forrétt. Aðeins höfðum við áningu í Staðarskála. Loks var stoppað í KFC í Mosfellsbæ,  þar sem þeir sem það vildu fengu sér kjúklingabita eða hamborgara en aðrir sem gátu valið um Subway eða 10-11. Komið var á Laugarvatn um kl. 19.15, sem var rúmum klst fyrr en í fyrra. En nýji Lyngdalsheiðarvegurinn stytti leiðina svolitið. En allir ánægðir eftir sérlega velheppnaða ferð með mjög ánægða nemendur og fararstjóra.

 Ólafur Guðmundsson,  Pálmi Hilmarsson,  Emilía Jónsdóttir.

myndir