Um þessar mundir standa yfir sýningar nemenda skólans á söngleiknum Fiðlaranum á þakinu. Leikstjóri er Aron Trausti Sigurbjörnsson, en aðalhlutverkið er í höndum Kristbergs Ómars Steinarssonar. Sögusvið verksins er lítið rússneskt þorp í upphafi aldarinnar, í gyðingasamfélagi. Þar býr mjólkurpósturinn Tevje ásamt eiginkonu sinni og fimm dætrum í sátt við Guð og menn. Lífið er í föstum skorðum hjá þorpsbúum, mótað af aldagömlum hefðum og siðvenjum sem eru haldreipi í brothættri og þversagnakenndri tilveru.
Sýningar verða sem hér segir:
Mánudagur 18. mars kl. 20 – Aratunga
Þriðjudagur 19. mars kl. 20 – Reykjavík, Norðurpóllinn
Miðvikudagur 20. mars kl. 20 – Þingborg
Fimmtudagur 21. mars kl. 20 – Reykjavík, Norðurpóllinn
Föstudagur 22. mars kl. 20 – Skógar
Laugardagur 23. mars kl 17 – Hvolurinn
– pms
myndir frá frumsýningunni 15. mars, í Aratungu