Mánudaginn 22. nóvember fór af stað Facebook fjáröflun fyrir kór Menntaskólans að Laugarvatni. Nemendur deildu auglýsingamynd á Facebook og tóku niður pantanir. Pöntunartímabilinu lauk síðan þann 29. nóvember og bíða nú nemendur eftir að fá vörurnar sínar. Þær verða fluttar til okkar af Eimskip og fá nemendur vörurnar fyrir jólafrí.  

F.h. kórmeðlima, María Sif Rossel Indriðadóttir