korSkalh25Kórsöngur, einsöngur, tvísöngur, hljóðfæraleikur og hugvekja. Skálholtskirkja ómaði og gestir í hverju sæti. 

Söngkvöldið sem kór skólans stóð fyrir í gærkvöld var afskaplega ljúft og gestirnir tjáðu velþóknun sína kröftuglega. Kvöldið bar þess merki að aðventan er handan við hornið og auk jólalegrar tónlistar og jólahugvekju tókst hópurinn á við ýmsa tónlist af trúarlegum og þjóðlegum toga. Stjórnandi kórsins, Eyrún Jónasdóttir, leiddi dagskrána áfram af festu og léttleika.  

-pms

myndir