gangur2Þessi morgunn hefur ekki verið mjög ólíkur öðrum morgnum, en samt… það liggur eitthvað í loftinu. Það voru óvenju fáir nemendur forfallaðir og óvenju hljótt á göngum og í skrifstofum.

Það má ef til vill kalla þetta lognið á undan storminum, því í dag er ML-dagurinn, þegar við fáum á þriðja hundrað grunnskólanema af Suðurlandi í kynningarheimsókn. Þetta er líka dagurinn þegar söngkeppni skólans, Blítt og létt fer fram, en þar ræðst hver eða hverjir verða fulltrúar skólans í söngkeppni framhaldssskólanna undir vorið.

 

-pms