Stjórn FOMELAðalfundur FOMEL, foreldrafélags ML, var haldinn í matsal skólans sunnudaginn 29. sept. sl.

Á fundinn mættu 25 foreldrar og Halldór Páll skólameistari. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Dagskráin var brotin upp með  uppistandi Bjarna Harðarsonar sem sagði frá vistarlífinu í ML áður fyrr. Bjarni hermdi eftir gömlum kennurum og sagði sögur af skondnum prakkarastrikum.

 

Á fundinum voru gerðar lagabreytingar og fram fóru kosningar.

 Stjórn FOMEL næsta ár skipa:
Sigríður Björk Gylfadóttir , Steinsholti
Guðni Árnason, Brúnum
Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, Hveragerði
Varamenn í stjórn eru:
Samúel Brynjólfsson, Bryðjuholti
Benedikt Benediktsson, Hvolsvelli
Elínborg Jóna Ólafsdóttir, Mosfellsbæ
Skoðunarmenn reikninga eru:
Helga María Jónsdóttir, Brekku
Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir, Hrosshaga
Til vara Sveinn Jónsson , Laugarvatni.

Að fundi loknum  bauð skólinn fundarmönnum til kvöldverðar í mötuneytinu sem menn þáðu með þökkum.

SBG.

MYNDIR

SÍÐA FOMEL