Síðastliðið sumar fékk ML úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar.

Sjá frétt á vefsetri mbl.is:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/06/18/30_skolar_fa_styrk_til_forritunarkennslu/

Hefur styrkurinn verið nýttur til að undirbúa kennara betur fyrir forritunarkennslu

fyrir nemendur í stökum valáfanga forritunar og tækniteiknunar.

Kennari sótti kvöldnámskeið í Tækniskólann varðandi forritun í Python

er hefur síðustu ár sótt á sem fyrsta forritunartungumál nemenda.

Var námskeiðið ágæt viðbót við grunn kennara í forritun, Java, C++ og Matlab.

Samhliða styrkveitingunni skuldbindur ML sig til að bjóða forritun sem valáfanga

í að minnsta kosti tvö ár.

Jón Snæbjörnsson raunvísindakennari