Þeir félagar Gylfi Haraldsson, heilsugæslulæknir í Laugarási og Ingvar Guðmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi voru gestir í skólanum í dag og fjölluðu um fíkniefni frá ýmsum sjónarhornum, en aðallega ræddu þeir um kannabisefni.
Gylfi fjallaði um efnin út frá áhrifum á líkama og sál, en Ingvar beindi sjónum að því hvernig aðkoma lögreglunnar er að fíkniefnamálum, eða öllu heldur hvert ferlið er hjá einstaklingi sem kemst í kast við lögin í tengslum við neyslu, sölu eða framleiðslu fíkniefna. Í framhaldi af erindunum spurðu nemendur og starfsfólk margs og það leyndi sér ekki að hér var málefni sem full þörf var á að fara í. Pálmi Hilmarsson, forvarnafulltrúi, hafði veg og vanda af undirbúningi þessa fræðslufundar.
Þann 19. október n.k. verður síðan farið með nýnema í árlega forvarnaferð til höfuðborgarinnar.
pms
MYNDIR Í MYNDASAFNI