Fjarvinnan

Nú er önnur vika samkomubannsins liðin.  Fjarvinna nemenda gengur vel að mestu en það reynir þó á hjá þeim að vera ekki með vini sína og bekkjarfélaga með sér öllum stundum við nám, leik og störf.

Faggreinakennarar og umsjónarkennarar hafa í vikunni haft samband símleiðis eða í tölvupósti við þá nemendur sem ekki hafa mætt nægilega vel í fjarvinnu eða ekki skilað verkefnum sem skildi. Er það hugsað til hvatningar og leiðsagnar.  Því verður haldið áfram eftir því sem þörf krefur.

Niðurfelling gjalda

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur svarað tillögu okkar skólameistara heimavistarskólanna „um niðurfellingu gjalda vegna samkomubannsins að hluta eða öllu leyti“.

Niðurstaðan er að gjaldsetningar vegna mötuneytis og heimavistar falla niður á meðan lokun er á skólahúsnæðinu.

Halldór Páll Halldórsson skólameistari