21. október síðastliðinn fengu kennarar Menntaskólans að Laugarvatni fræðsluerindi
um lesblindu og ábendingar um hvernig er hægt að leiðbeina og koma til móts við
nemendur með lestrarerfiðleika.
Kennurum grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni var einnig boðið að hlýða á fræðsluna.
Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi, hélt erindið og er áhugasömum
bent á að allir geta skráð sig í félagið. Fyrirlesturinn var fróðlegur og hægt er að nálgast
góðar upplýsingar á vef Félags lesblindra, Félag lesblindra (lesblindir.is)
Jóna Katrín