Hópurinn, sem samanstendur af 17 nemendum úr 3N ásamt Grímu og Heiðu, fór af stað föstudaginn 12. október í ferð á vegum Erasmus +. Við flugum til Barcelona og gistum þar eina nótt. Daginn eftir skoðuðum við borgina og fórum með rútu til Perpignan: lítillar borgar í frönsku Katalóníu. Þá komu frönsku fjölskyldurnar okkar að sækja okkur. Flestir eru einir á heimili og fara í skólann með frönsku krökkunum. Dagarnir eru langir hér: vöknum um kl 6, skólinn byrjar 7.58 og er til 17.45! Þá eiga krakkarnir eftir að taka rútu heim og læra. Við höfum lært hvað við höfum það gott í ML. Við höfum líka kynnst skemmtilegu fólki, nýjum siðum og góðum mat. Veðrið mætti vera betra, en hér rignir ca. 1 viku á ári: akkúrat vikuna sem við verðum hér.
Í gær fórum við í safn við helli þar sem miklar mannvistarleyfarfundust.
Í dag fórum við í skoðunarferð um borgina og fengum góðar móttökur í ráðhúsinu. Þegar þetta er skrifað eru krakkarnir í íþróttum og næst er það líffræðitími. (Þetta er skrifað á þriðjudegi). Meira um ferðina síðar!
Athugið að fleiri myndir eru á Instagram-síðu ML
Heiða Gehringer