KosningarÁ mánudaginn kemur verður kosið til nýrrar stjórnar Mímis, nemendafélags ML.

Þangað til verður kosningabarátta háð og þeir 39 einstaklingar sem eru í framboði gera hvað þeir geta til að kynna sig og beita ýmis konar aðferðum í von um að fá atkvæði samnemenda sinna að launum.

Veggspjöld hafa verið sett upp, auglýsingaborð með kynningarefni og alls kyns góðgæti fylla gjarnan ganga og annað kvöld, fimmtudagskvöld verða framboðsræður fluttar í N-stofu.

Í stjórn Mímis sitja 14 nemendur. Embætti stallara, varastallara, gjaldkera, tómstundaformanns, ritnefndarformanns og vef- og markaðsfulltrúa eru eins manns embætti. Þrjú eru skipuð tveimur einstaklingum, þ.e. skemmtinefndaformenn, íþróttaformenn og árshátíðarformenn.

Væntanlega verður háspenna í lofti þegar atkvæði verða talinn upp úr kjörkössum á mánudagskvöldið.

Nokkrar myndir hér.

VS