kosningasthÚt er komið Kosningablað vegna stjórnarkjörs í nemendafélaginu Mími.  Þar svara frambjóðendur til hinna ýmsu embætta innan nemendafélagsins spurningum og freista þess þannig að gylla framboð sitt í augum kjósenda.
Það verður kosið í 13 manna stjórn, en til hennar teljast auk stallara, varastallara og gjaldkera:  ritnefndarformaður, tómstundaformaður, vef- og markaðsfulltrúi, 2 íþróttaformenn, 2 skemmtinefndarformenn, 2 skólaráðsfulltrúar og árshátíðarformaður.
Framboð til stallara eru þrjú (í stafrófsröð): Guðmundur Snæbjörnsson, Helgi Ármannsson og Ægir Freyr Hallgrímsson.
Framboð til varastallara eru tvö (í stafrófsröð): Ástrún Sæland og Júlíus Grettir Margrétarson.
Framboð til gjaldkera er eitt: Halldóra Þórdís Skúladóttir.

pms