leikskolaheimsoknÍ haust voru grunnskólinn og leikskólinn á Laugarvatni sameinaðir. Börnin í 1. og 2.bekk ásamt tveimur elstu árgöngum leiskólans fara í útikennslu einu sinni í viku.  Yfirleitt er farið í skóginn þar sem börnin eru í leik og  kennslu.

Í gær var breytt til og farið í heimsókn í menntaskólann. Þar var vel tekið á móti okkur og það var mikil upplifun fyrir börnin að fá að skoða skólann og þá sérstaklega náttúrufræðistofuna, þar sem þau kynntust meðal annars apakettinum fræga, honum Bongó. Heimsókninni lauk með hádegisverði í mötuneyti ML. 

Dröfn

myndir