Skólameistari hefur sent fréttabréf á alla nemendur og forráðamenn í tölvupósti þar sem farið er yfir stöðuna.

  • Mikilvægt er að nemendur hugi að því að hreyfa sig reglulega í aukinni kyrrsetu við fjarvinnuna
  • Auglýsingin sem nú er í gildi varðandi starf í framhaldsskólum gildir til 29. september
  • Neyðarstjórn ML vinnur hörðum höndum að því að finna leiðir til að bregðast við ástandinu og vonir standa til að hægt verði að bjóða fleiri nemendum í hús á næstu vikum
  • Mánudaginn 21. september koma nýnemar í hús til tveggja vikna dvalar

Blikur eru á lofti í smitmálum eins og fólk hefur orðið vart við í fjölmiðlum og því er tvísýnt með allar þær áætlanir sem gerðar hafa verið hér innanhúss varðandi breytingar á skólahaldi. Skólameistari þakkar sérstaklega fyrir biðlund og skilning í þessum erfiðu aðstæðum og vonar að samfélaginu takist að skapa eðlilegri grundvöll fyrir skólahald á framhaldsskólastiginu.

Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari