1Síðastliðinn föstudag hófst frönskumaraþon frönskunema í 3. bekk skólans. Fyrir maraþonið höfðu nemendur safnað áheitum af kappi , en næsta vor hyggjast þeir fara í  menningarferð til Parísar. Maraþonið stóð í sólarhring, frá 14:30 föstudaginn 12. október þar til kl.14:30 daginn eftir. Meðan á maraþoninu stóð leystu nemendurnir ýmis verkefni sem frönskukennarinn þeirra, Gríma Guðmundsdóttir, hafði afhent þeim. Auk þess glósuðu þeir og rifjuðu upp gamalt efni, stunduðu samtalsæfingar, fóru í franska orðaleiki, horfðu á franskar kvikmyndir og hlustuðu á franska tónlist.

Samkaup á Laugarvatni styrkti maraþonið með drykkjum. Nettó á Selfossi styrkti með drykkjum, nammi (sætindum) og snakki (nasli). Auk þess styrkti Kanslarinn á Hellu með því að gefa nemendum pizzur (flatbökur).

 

 Sérstakar þakkir til:

 Húsasmiðjan

Fiskiðjan Bylgja hf

Frostfiskur ehf

Sjávariðjan hf

Veitingahúsið Bláskógar

   -Þátttakendurnir/pms

myndir