
Í stuttu máli sagt var þátttaka á sýningunni stórmerkileg upplifun. Hún opnaði augu okkar fyrir ýmsum tækninýjunum í skólastofunni, t.d. sáum við að svokallaðar snjalltöflur eru víða að verða staðalbúnaður í kennslustofum, enda bjóða þær upp á mikla notkunarmöguleika fram yfir hefðbundna skjávarpa. Íslenska fyrirtækið Info Mentor var með flottan bás á sýningunni og heiðraði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, samkomuna og hélt stutt ávarp. Við komum sæl og stórhuga frá ferðinni og hlökkum til að kynna fyrir samstarfsmönnum okkar framtíðina í skólastarfi.
Aðalbjörg og Valgarður