Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, móðir og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd kom til okkar í boði FOMEL (foreldrafélags Menntaskólans að Laugarvatni) og hélt fyrirlestur um jákvæða líkamsímynd. Það var farið yfir sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skref sem geta fært okkur í áttina að jákvæðri líkamsímynd. Allir sem hlýddu á fengu að gjöf bók sem hún skrifaði 2018 og heitir Fullkomlega ófullkomin.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.

María Carmen Magnúsdóttir