ML varð í 3. sæti í kjöri stofnunar ársins í flokki meðalstórra stofnana árið 2020 og hlaut því viðurkenninguna Fyrirmyndarstofnun ársins 2020.
Við skörtum merki þessu til sönnunar á heimasíðu skólans og tókum við innrömmuðu viðurkenningarskjali í dag.
Starfsfólkið okkar er ekki nema að hluta til í húsi þessa dagana og því fylgja hér myndir af nokkrum, en
ekki öllum, starfsmönnum að fagna þessum gleðitíðindum.
Starfsfólkið er stofnunin og á þessa viðurkenningu sannarlega skilið. Samfélag starfsmanna í Menntaskólanum að
Laugarvatni er til fyrirmyndar og við gleðjumst yfir þessari góðu viðurkenningu.
Til hamingju starfsfólk Menntaskólans að Laugarvatni!