Alls bárust 40 verkefni í keppnina „Ungt umhverfisfréttafólk“ sem 1. bekkur tók þátt í nú í vor. Tvö verkefni frá okkur komust áfram í undanúrslit. Nú er ljóst að hvorugt þessara verkefna komst á verðlaunapall, en verðlaunaafhending fer fram í dag 6. maí. Við erum ánægð með að hafa þó komist svona langt og langar til að sýna ykkur þessi flottu verkefni:

Fatateppi: https://www.youtube.com/watch?v=GXwnQItaptI

Það sem allir ættu að vita og velta fyrir sér: https://www.youtube.com/watch?v=Z6rjUTMsmgI

Vonandi verður keppnin haldin árlega hér eftir, því hún er valdeflandi fyrir ungt fólk og kennir okkur margt um sjálfbærni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Heiða Gehringer